Hringpúðinn er notaður til að veita stöðugan og þægilegan stuðning þegar venjulegur koddi er ekki talinn hentugur. Hann hentar vel þeim sem þjást af Huntington sjúkdómi og þeim sem fá þrýstingssár á hnakka. Fyrir þá sem eru með lélega stjórn á höfði er hægt að nota púðann í sitjandi stöðu í rúmi eða í stól með örmum til að veita góða höfuðhvíld. Einfalt er að taka hálspúðann með í ferðalög til að létta á aumum hálsvöðvum og hryggjarliðum.
Hægt að fá í tveim mismunandi efnum "soft" og "hygienic" sem er bæði einstaklega mjúkt og úr húðvænu efni sem gert er úr slitsterkum og náttúrulegum lífrænum efnum. Mjúka efnið er vatterað sem gerir það mjög notalegt og mjúkt þannig að útlimirnir sökkva í þægilega stöðu og hygienic gerir auðveldara að strjúka af.