Valmynd

Vöruflokkar Vöruflokkar

Gagnlegar upplýsingar Gagnlegar upplýsingar

Nýlega skoðað Nýlega skoðað

Batec rafknúið

 
Hafðu samband fyrir verð

Rafknúið handhjól á hjólastóla

Einfalt í notkun og passar á nánast allar tegundir hjólastóla

Hentar vel til daglegra nota hvort sem er í styttri eða lengri ferðir innanbæjar eða utanbæjar.
18" hjól og bakkgír.

 

Hagnýtar upplýsingar:

  • Hraði: getur farið í 25 km/kls.
  • Þyngd tækis: 15.9 kg (+ 4 kg rafhlaða, + 5 kg þyngsli sem fest eru á hjólið til að ná betra gripi)
  • Lithium rafhlaða sem dregur 30-35 km á hleðslu við kjöraðstæður
  • Hleðsla rafhlöðu tekur 4 klst

Við hönnunina á hjólinu var mikið hugsað um að hafa alla virkni handhjólsins einfalda og hagnýta.
Það þekkja það allir að hlutir sem erfitt eða tímafrekt er að nota eiga það til að standa ónotaðir og rykfalla.

Þannig var fundin lausn sem gerir notendum kleift að festa handhjólið á og losa það af hjólastólnum á auðveldan hátt.
Því er einfalt að hjóla t.d á veitingahús, í heimsókn til vina, smella handhjólinu af og nota hjólastólinn innandyra.

Myndband sem sýnir notkun og eiginleika hjólsins 

Hægt er að prófa Hybrid og rafknúið Quad tegund hjólanna í verslun Stoðar.
Við bendum á að panta tíma í síma: 565-2885