Miðhjóladrifinn rafknúinn hjólastóll
Einfaldur miðhjóladrifinn stóll án rafdrifinnar sætislyftu og bakhalla
Hentar vel til að komast á milli staða jafnt innan dyra sem utan. Nett bakeining sem hægt er nota með tilbúnum bakeiningum og fella fram þegar þarf að flytja stólinn t.d í bíl. Fáanlegur með rafdrifnum sætishalla (tilt) og rafdrifnum fótahvílum.
Hagnýtar upplýsingar:
- Sethæð: 41, 43,5 eða 46 cm
- Drægni: 30km
- Hámarkshraði: 10 km/klst
- Hámarksþyngd notanda: 136 kg
Einstakir eiginleikar M1 stólsins:
Fjöðrun og hreyfing hjóla:
Hönnuð fyrir þægindi notanda í keyrslu
- Stöðugleiki og gott grip í halla
- Mjúk hreyfing yfir hindranir
- Minni áhrif titrings á líkama notanda sem eykur vellíðan og orku
- Einstaklega þægilegt að stjórna stólnum á lágum hraða í þröngum aðstæðum
Litir á undirstelli: rauður, appelsínugulur, bleikur, grænn, blár og svartur.