Valmynd

Vöruflokkar Vöruflokkar

Gagnlegar upplýsingar Gagnlegar upplýsingar

Vicair XXtra

 
Hafðu samband fyrir verð

Hjólastólasessa

XXtra sessan hentar fyrir einstaklinga sem eru þyngri en 250 kg eða þurfa mikla setbreidd
Sessan er fáanleg upp í setbeidd 75 cm.
XXtra er eins byggð og Adjuster sessan og hefur alla sömu eiginleika.

Sessunni er skipt upp í 5 hólf.
Afturhólfin tvö leiðrétta ósamhverfa setstöðu, ef þörf er má einnig aðlaga sessun enn frekar með þvi að breyta magni af hyrnum í hólfunum.
Miðhólfið veitir vörn gegn því að notandinn renni fram í stólnum og framhólfin jafna stöðuna á lærunum.                                                                              

Áklæði:

Hægt er að velja um tvennskonar áklæði:

  • Comfair með öndunareiginleikum
  • Incotec úr vatnsheldu efni

Báðar tegundirnar eru teygjanlegar í tvær áttir og laga sig þannig vel að líkamanum og sessunni.

Þykkt 10 cm 

Meðalþyngd 900 g

Hámarksþyngd notanda: 500  kg

Stærðir

Vicair sessurnar gefa góða setstöðu og eru auðveldar í notkun.
Þær eru mjög góður valkostur við endurtekin þrýstingssár, til að bæta setstöðu og þegar þörf er fyrir sessu sem er viðhaldsfrí.

Helstu kostir Vicair sessunnar eru:

  • Yfirburða þrýstingsdreifing og góður stöðugleiki
  • Lausn fyrir hjólastólsnotendur sem eru í mikilli hættu á þrýstingssárum
  • Minnka hættu á að notandinn renni fram í stólnum
  • Öruggar, áreiðanlegar og springa ekki
  • Ekki þörf á eftirliti daglega eða vikulega
  • Léttar og auðveldar í flutningi
  • Auðveldt að hreinsa