Valmynd

Vöruflokkar Vöruflokkar

Gagnlegar upplýsingar Gagnlegar upplýsingar

Nýlega skoðað Nýlega skoðað

Vicair Active O2

 
Hafðu samband fyrir verð

Hjólastólasessa

Active O2 hefur einstaka öndun og dregur úr hita og rakamyndun. Má þvo í þvottavél.

Active O2 er hönnuð fyrir virka hjólastólsnotendur
Einstaklinga sem sitja stóran hluta dagsins í stólnum og eru oft að færa sig í og úr stólnum.
Sessan er létt og þægileg, gefur góðann stöðugleika og veitir mjög góða vörn gegn þrýstingssárum.
Hentar vel fyrir einstaklinga með mænuskaða og MS.

Sessan er samsett úr svampi og loftfylltum hyrnum (Smart cells)
Framhluti sessunnar er úr mótuðum svampi.
Svampurinn gerir flutningana í og úr stólnum léttari og veitir góðann stöðugleika.

Aftari hluti sessunnar skiptist í fjögur hólf með loftfylltum hyrnum.
Þessi hluti sessunnar liggur undir setbeinunum og veitir góða vörn gegn þrýstingssáum.

 

Áklæði

Sessunni fylgir áklæði með góðri öndun og vasa.
Utan um svampinn í sessunni er vatnshelt innra áklæði.
Þegar sessan er þvegin þarf að taka svampinn úr.

  • Sessan er fáanleg í tveimur þykktum 6 og 9 cm
  • Meðalþyngd 700 g

Hámarksþyngd notanda: 200  kg

Má þvo í þvottavél á 60°C án svampsins - þornar á 5-6 klst.

145 standard stærðir

 

 

Vicair hjólastólasessurnar gefa góða setstöðu og eru auðveldar í notkun. 

Þær eru mjög góður valkostur við endurtekin þrýstingssár, til að bæta setstöðu og þegar þörf er fyrir viðhaldsfría sessu

Helstu kostir Vicair sessunnar eru:

  • Yfirburða þrýstingsdreifing og góður stöðugleiki
  • Lausn fyrir hjólastólsnotendur sem eru í mikilli hættu á þrýstingssárum
  • Minnka hættu á að notandinn renni fram í stólnum
  • Öruggar, áreiðanlegar og springa ekki
  • Ekki þörf á eftirliti daglega eða vikulega
  • Léttar og auðveldar í flutningi
  • Sessu og áklæði má þvo í þvottavél á 60°C