Vöruflokkar Vöruflokkar

Sérmót

Sérsmíðað sæti í hjólastóla

Sérsmíðað sæti í hjólastóla er notað fyrir þá skjólstæðinga sem þurfa mikinn stuðning við skekkjur í hrygg og/eða mjaðmagrind þar sem að venjulegir sætispúðar í hjólastóla duga ekki.

 

Ferlið hefst á því að skjólstæðingurinn er látinn setjast í einskonar grjónapúða í þann hjólastól sem smíða á í.
Viðkomandi hagrætt þannig að réttur stuðningur sé á réttum stöðum.
Þegar góðri stöðu er náð eru grjónapúðarnir lofttæmdir.

Skjólstæðingurinn fer þá úr grjónapúðunum og stoðtækjafræðingurinn tekur gifsmót af þeim.
Þá er komin fyrirmynd til að vinna eftir.

Sérhæft starfsfólk í Stoð tekur þá við mótinu og slípar út mót í svamp sem komið er fyrir í hjólastólnum.
Skjólstæðingurinn mátar svo sérmótið og hefur það jafnvel til reynslu óklárað í einhverja daga.
Þegar mótið er orðið fullmótað er hægt að setja það í lokafrágang og áklæði saumað utanum það.