Hjálparmótor á hjólastól
Hentar á flestar gerðir hjólastóla
Auðveldar einstaklingum með skertan mátt í höndum og líkama að komast um
Mótor og rafhlaða er í báðum hjólum:
- Nemar á drifhringjum keyra mótorana af stað þegar stólinn er keyrður áfram.
- Hægt er að stilla næmni nemana í hvoru hjóli fyrir sig sem kemur sér vel fyrir einstaklinga sem eru með minni kraft í annarri hendi
E-Motion drifhjólin eru einfaldlega sett í stað þeirra hjóla sem fyrir voru á hjólastólnum
Drifhjólin
- Koma í þremur stærðum 22", 24", og 25"
- Hámarksþyngd notanda: 150 kg
- Hámarksburðargeta: 190 kg
- Hvort hjól vegur 7,8 kg, heildarþyngd er því 15,6 kg
- Drifhringir úr burstuðu ryðfríu stáli
- E-motion eykur heildarbreidd hjólastóls um 2-4 cm
Fjarstýringin
- Notuð til að slökkva og kveikja á drifhjólunum
- Handhæg ergonomísk hönnun
- Auðvelt fyrir einstaklinga með skertan kraft í höndum að nota takkana
- Skýr fyrirmæli á tökkum og auðlesanlegur LED skjár
- Sýnir hleðslu rafhlöðu í drifhjólum
- Hægt að velja um tvo einstaklings sniðin prógröm fyrir innadyrar og utandyra notkun
- Fjarstýringin er einnig með kennsluham fyrir byrjendur
Með fjarstýringunni er einnig hægt að virkja svokallaða Rollback delay virkni í drifhjólunum, sem hindrar í 5 sekúndur að stóllinn renni til baka þegar stoppað er í brekku.
Það gefur notanda tíma til að staðsetja hendur betur fyrir næsta handtak og kemur í veg fyrir að stóllinn renni tilbaka meðan notandi færir til hendur
Rafhlöðuhleðslan
- Tengist með segli í hleðslu innstungu á E-motion drifhjólunum
- Hleður bæði hjól samtímis
- Sjálfvirk aðlögun fyrir 100-240 V
- Hleðslustaða sýninleg á LED ljósum á E-motion drifhjólunum
- Hleðslutími um 6 klukkustundir
Frítt app sem býður upp á ýmsa möguleika
E-motion M25 drifhjólin geta tengst við nánast alla iOs eða Android snjallsíma
- Val um fjóra viðbótar keyrslumöguleika (standard, sensitive, soft og active)
- Stöðu á rafhlöðu, hraða og hversu margar kílómetra búið er að ferðast
- Sjálfvirk afhleðsla á rafhlöðu fyrir flug eða geymslu
- Leit af þjónustuaðila og möguleika á sambandi við Alber þjónustuaðila
- Nákvæm villuskilaboð með tillögum og leiðum til lagfæringar
Jafnframt geta notendur keypt sér enn fleiri aðgerðir í appinu