Vöruflokkar
Þrengja val
Batec handhjól á hjólastóla
Stoð selur Batec handhjól á hjólastóla
Hjólin eru framleidd og hönnuð fyrir fólk með hreyfihömlun
Hjólin koma frá fyrirtækinu Batec Mobility sem er staðsett í Barcelona
Paul Bach stofnandi fyrirtækisins lenti í umferðarslysi 18 ára gamall árið 1997 og hlaut við það fjórlömun.
Hans aðaláhugamál var að stunda hjólreiðar og mótórhjólreiðar.
Á þessum tíma var hann á fyrsta ári í iðnhönnun þar sem hann ætlaði sér að starfa við að hanna hjól.
Í kjölfar slyssins ákvað hann að fara út í að framleiða í höndunum hjól fyrir hjólastóla, til að geta haldið áfram að sinna sínu helsta áhugamáli og honum fannst vanta á markað tæki sem mættu hans þörfum.
Árið 2006 ákvað hann að taka þetta einu skrefi lengra og fara út í framleiðslu á hjólunum og því var fyrirtækið Batec Mobility stofnað það ár.