Valmynd

Nýlega skoðað Nýlega skoðað

Vöruflokkar Vöruflokkar

Gagnlegar upplýsingar Gagnlegar upplýsingar

Bláæðavandamál / Bláæðabólga

Hvað veldur bláæðavandamálum?


Ef æðar þínar eiga erfitt með að flytja blóð til baka frá fótleggjum til hjartans þá átt þú við bláæðavandamál að stríða.  Áhrifin finnur þú í fótleggjunum.  Vandamálið getur verið eingöngu vegna útlitsins þ.e. æðahnútar eða þá að það veldur verkjum og bólgu í fótleggjum.  Einnig geta sum bláæðavandamál valdið blóðtappa eða fótasárum.  Sama hve bláæðavandamálið er stórt þá getur rétt meðhöndlun alltaf hjálpað til að minnka einkennin.

Hvað veldur?
Bæði konur og karlar geta átt í þessum vandamálum.  Almennt heilsufar og lífsstíll geta aukið á líkurnar á því að þú fáir bláæðavandamál.  Erfðir, uppskurðir, áverkar og meðganga eru einnig áhættuþættir sem erfitt er að hafa áhrif á.  Þú getur haft áhrif á aðra þætti eins og yfirþyngd, hreyfingarleysi og langvarandi stöður.  Erfðir eru stærsti orsakavaldur bláæðasjúkdóma.  Uppskurðir og þá sérstaklega nálægt mjöðmum og mjaðmagrind auka líkurnar á bláæðasjúkdómum.  Langvarandi stöður valda því að bláæðarnar verða að vinna gegn þyngdaraflinu og eykur það hættuna á bláæðasjúkdómum.


Að bæta líðan þína.
Hvort sem vandamálið er vegna útlitsins eða getur valdið heilsutjóni þá getur þú í samráði við þinn lækni bætt líðan þína.

Meðhöndlaðu bláæðavandamál þín.
Þegar læknir hefur staðfest greininguna mun hann fylgjast með ástandinu reglulega.  Hægt er að minnka bláæðabólgu í fótleggjum.  Ef einkennin versna eða setja heilsu þína í hættu getur verið þörf á lyfjameðferð eða uppskurði.

Hvað getur þú gert?
Bláæðasjúkdómar eru ólæknandi en þú getur komið í veg fyrir frekari þróun sjúkdómsins og bætt líðan þína.


Æfingar, MEDI sjúkrasokkar, breytingar á lífsstíl og hugsanlega sérhæfð læknismeðhöndlun getur verið nauðsynleg til að ná árangri.  Mikilvægt er að muna að takmarkið er að auka blóðflæðið til hjartans.

Hvað getur þú gert?

 

 1. Stundað holla hreyfingu í fersku lofti
 2. Gert sérstakar fótaæfingar
 3. Lyft fótleggjum hátt eins oft og mögulegt er yfir daginn
 4. Gengið í þægilegum skóm og forðast háa hæla
 5. Gengið í sjúkrasokkum daglega
 6. Forðast að vera í miklum hita
 7. Viðhaldið réttri kjörþyngd; forðast saltaðann mat, reykingar og alkóhól
 8. Leitaðu ráða hjá lækni við fyrstu einkenni um vandamál

  Sérstakar æfingar til að auka blóðflæðið
  Að auka virkni bláæðapumpunnar þegar legið er í rúminu.

 

 1. Liggðu á bakinu og andaðu rólega; beygðu og réttu ökkla til skiptis.  Endurtaktu tuttugu sinnum.   
 2. Liggðu á bakinu og andaðu rólega; ýttu þétt á rúmgaflinn með fótunum m.þ.a. rétta úr og slaka á ökklanum til skiptis.  Endurtaktu allt að tíu sinnum.
 3. Liggðu á bakinu og andaðu rólega; handleggirnir liggja með hliðum.  Lyftu fótleggjum hátt upp til skiptis m.þ.a. beygja hné fyrst og rétta síðan úr, láttu þá síga rólega niður.  Endurtaktu allt að tíu sinnum.
 4. Liggðu á bakinu og andaðu rólega; hendur undir höfði og “hjólaðu” með fótleggjunum.  Endurtaktu allt að fimmtán sinnum.

             Sérstakar æfingar til að auka blóðflæðið
             Æfingar sem þú getur gert yfir daginn.

 1. Sittu á stól og andaðu rólega; fætur saman og lyftu þér rólega upp á tærnar.  Endurtaktu þetta tuttugu sinnum.
 2. Stattu og halltu þér í; andaðu rólega, lyftu þér upp á tærnar.  Endurtaktu allt að tuttugu sinnum.
 3. Stattu við vegg með annan fótinn fyrir framan hinn.  Lyftu þér upp á tærnar.  Endurtaktu allt að tuttugu sinnum.
 4. Stattu gleitt með hendur með hliðum. Um leið og þú andar rólega frá þér lyftir þú höndunum rólega upp og lyftir þér upp á tærnar.  Þegar þú ferð niður á hælana aftur andar þú að þér. Endurtaktu allt að tuttugu sinnum.

Meðferð við bláæðasjúkdómum.
Læknirinn þinn gæti þurft að útvega þér lyf vegna bláæðasjúkdómsins.  Lyf get minnkað og létt á verkjum og bólgu, eytt blóðtappa eða hindrað myndun þeirra og aukið teygjanleika bláæðaveggja.  Hins vegar geta lyf ekki lagfært skemmda æðaveggi, læknað bláæðasjúkdóma í fótleggjum eða hindrað þróun þeirra.  Lyfjameðferð getur verið nauðsynlegur þáttur í meðhöndlun vandamálsins en kemur aldrei í stað hreyfingar og þrýstingsmeðferðar.

Skurðaðgerð
Þegar skorið er vegna bláæðavandamála eru sjúku æðarnar fjarlægðar að hluta til eða alveg.  Aðrar æðar taka við af þeim sem fjarlægðar eru og blóðflæði eykst.


“Örmyndunarmeðferð”
Þá er sérstöku efni sprautað í sjúku æðarnar sem veldur því að þær lokast og blóðflæðinu er þannig beint um aðrar æðar.

Skurðaðgerð og “örmyndunarmeðferð”
Stórar æðar eru fjarlægðar með skurðaðgerð en smærri æðum lokað með “örmyndunarmeðferð”

Mundu að þessar læknismeðferðir geta aldrei útilokað erðareiginleikann eða komið í stað hreyfingar og þrýstingsmeðferðar við meðhöndlun bláæðasjúkdóma.

Fyrirbyggjandi aðgerða er alltaf þörf.

Þrýstingsmeðferð
Hægt er að nota þrýsting með vafningum til að koma í veg fyrir bláæðablóðsöfnun í fótleggjum og að mikill bjúgur myndist.  Því meiri sem þrýstingurinn er af vafningnum því meira þrýstir á vefi og bláæðar.  Þrýstingurinn sem myndast minnkar þvermál hinna útvíkkuðu æða og blóðið flæðir hraðar tilbaka.  Ed bjúgur hefur myndast sér þrýstingurinn af vafningnum til þess að þrýsta vökvanum aftur úr vefjunum og inn í æðarnar.  Um leið og bjúgurinn hverfur eða minnkar eru notaðir þrýstisokkar til lengri tíma sem eftirmeðferð og til að fyrirbyggja að vandamálið versni.