Valmynd

Viðbrögð við COVID 19

12 Mar 2020
eftir Rannveig Bjarnadóttir

Ágætu viðskiptavinir

Stór hluti viðskiptavina Stoðar er sá hópur sem er í mestri hættu á að fá alvarleg einkenni ef þeir smitast af COVID 19.

Við munum leitast við að sýna fyllstu varkárni til að minnka líkur á að svo verði með því að fylgjast vel með upplýsingum frá Landlæknisembættinu og fara eftir leiðbeiningum þaðan í hvívetna.

Við viljum biðja viðskiptavini okkar sem eru með flensueinkenni eða hafa verið í samskiptum við fólk sem hefur verið útsett fyrir veirunni að fresta tímabókunum og komu í verslunina.  Við bendum í staðinn á vefverslun Stoðar og rafræn samskipti.

Á starfsstöðvum Stoðar er gætt að hreinlæti með handhreinsun og sótthreinsun á þeim yfirborðsflötum sem koma í snertingu við viðskiptavini. Auk þess höfum við fjarlægt hluti sem geta aukið líkur á smiti milli fólks s.s blöð og leikföng á biðstofu.

Við fylgjumst eins og aðrir vel með þróun mála og breytum áætlunum okkar í takt við það

 

Með góðri kveðju,

Starfsfólk Stoðar