Valmynd

Verklag í Stoð vegna COVID -19

06 Okt 2020
eftir Rannveig Bjarnadóttir

Verklag í Stoð til að draga úr smithættu nú á meðan smitum fjölgar í samfélaginu

Starfsfólk Stoðar mun sem fyrr gæta fyllstu varkárni í samskiptum sínum við viðskiptavini og fylgja ráðleggingum landlæknisembættisins um öflugar sóttvarnir

 

  • Verslanir Stoðar Trönuhraun 8 Hf og Bíldshöfða 9 Rvk eru áfram opnar og vefverslun er opin allan sólarhringinn.
  • Afhending hjálpartækja samþykktum af Sjúkratryggingum Íslands mun haldast óbreytt.
  • Starfsemi hjálpartækjaverkstæðis mun haldast óbreytt og við hvetjum notendur hjálpartækja að nota tækifærið meðan þeir eru minna á ferðinni en venjulega að láta gera við biluð tæki.
  • Við viljum biðja viðskiptavini sem koma í göngugreiningu, mælingar og til að fá aðra þjónustu sem krefst nálægðar að koma með grímu með sér.
  • Einnig minnum við á mikilvægi handþvotts og sprittunar, en viðskiptavinum er boðið gott aðgengi að handspritti.
  • Að lokum biðjum við ykkur að virða tveggja metra regluna og afbóka tíma ef þið finnið fyrir flensulíkum einkennum

Hjálpumst að og sýnum tillitssemi
Við erum jú öll almannavarnir :)

Bestu kveðjur og þakkir,
Starfsfólk Stoðar