Valmynd

Veritas Capital kaupir allt hlutafé í Stoð hf

21 Sep 2018
eftir Rannveig Bjarnadóttir

Veritas Capital ehf. hefur keypt allt hlutafé í Stoð hf., stoðtækjasmíði. 

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas Capital segir Stoð var sterkt og rótgróið fyrirtæki, sem að verði öflug viðbót við samstæðu Veritas. „Stoð starfar á markaði sem liggur fyrir utan núverandi rekstur Veritas samstæðunnar, en fellur þó innan þess ramma og hlutverks sem við höfum skilgreint. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem báðir aðilar og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af,“ segir Hrund.

Elías Gunnarsson verður áfram framkvæmdastjóri félagsins.
Hann segir mikla ánægju með niðurstöðuna. „Við teljum Veritas mjög góðan eiganda og teljum að niðurstaða söluferlisins sé jákvæð fyrir félagið, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ segir Elías.

Fréttatilkynning í heild sinni