Valmynd

Tveir nýir starfsmenn í sölu- og þjónustudeild Stoðar

01 Sep 2021
eftir Gudmundur Einarsson

Í sumar bættust tveir nýir starfsmenn við sölu- og markaðsdeild Stoðar, þau Snorri Bergþórsson, íþrótta- og viðskiptafræðingur og Sara Lind Sveinsdóttir heilbrigðisverkfræðingur.


Snorri útskrifaðist úr KHÍ sem íþróttafræðingur árið 2005 og frá HA sem viðskiptafræðingur árið 2018. Hann starfaði áður sem kennari og framkvæmdarstjóri hjá FIMAK og mun sjá um göngugreiningar, ásamt þjónustu og ráðgjöf á hlífum, spelkum, skóm og fleira í Stoð á Bíldshöfðanum. 


Sara Lind útskrifaðist frá Háskóla Reykjavíkur sem heilbrigðisverkfræðingur árið 2020 og mun klára tölvuverkfræði frá sama skóla um jólin. Hún starfaði áður sem leiðbeinandi á leikskóla og í liðveislu hjá Kópavogsbæ. Hún mun hafa umsjón með þrýstingsfatnaði, þrýstingssokkum, eftir aðgerðarfatnaði, kæfisvefnsvélum ásamt hjúkrunar- og lækningatækjum hjá Stoð í Hafnarfirði.

Virkilega flottur liðsauki í öflugt teymi Stoðar. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa!