Valmynd

Tímabundnar breytingar í Stoð frá 24. mars 2020

23 Mar 2020
eftir Rannveig Bjarnadóttir

Starfsemi Stoðar frá og með 24. Mars

 

Í ljósi nýrra fyrirmæla frá heilbrigðisráðherra um útfærslu samkomubanns mun starfsemi Stoðar verða á eftirfarandi hátt frá og með 24. mars.

 

  • Allri starfsemi sem er af heilsufarsástæðum nauðsynleg fyrir viðskipta vini okkar og getur ekki beðið þar til samkomubanni verður aflétt verður sinnt eins og kostur er. Þetta á einnig við um viðgerðir á stoðtækjum eins og spelkum og gervilimum sem eru í daglegri notkun. 
  • Starfsemi sem krefst mikillar nálægðar verður frestað. Það á við um göngugreiningar og móttöku viðskiptavina vegna stoðtækja, skómála, þrýstisokka og hjálpartækja. 
  • Verslunin í Trönuhrauni verður áfram opin frá 8-17 virka daga og vefverslun er opin allan sólarhringinn.
  • Afhending hjálpartækja samþykktum af Sjúkratryggingum Íslands mun haldast óbreytt.
  • Starfsemi hjálpartækjaverkstæðis mun haldast óbreytt og við hvetjum notendur hjálpartækja að nota tækifærið meðan þeir eru minna á ferðinni en venjulega að láta gera við biluð tæki.
Starfsfólk Stoðar mun sem fyrr gæta fyllstu varkárni í samskiptum sínum við viðskiptavini og fylgja ráðleggingum landlæknisembættisins um öflugar sóttvarnir.

Hvetjum þá sem hafa spurningar að hafa samband í s. 5652885 eða með tölvupósti á stod@stod.is