Stoð á NCPO
Þrír fulltrúar Stoðar mættu á 13. ráðstefnu norrænna stoðtækjafræðinga (Nordic Congress of Prosthetics and Orthotics), en ráðstefnan var haldin í Osló í nóvember.
Þórir Jónsson, stoðtækjafræðingur hjá Stoð, sá um fundarstjórn á fyrirlestrarlotu um tæknilegar framfarir. Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um margvíslegar framfarir í greininni, framfarir í þrívíddarprentuðum lausnum, áherslur á sjálfbærni, sem og þróun á starfi stoðtækjafræðinga í síbreytilegum heimi.
Þá sóttu einnig ráðstefnuna þær Elín Kolfinna Árnadóttir og Sarah Légrádi Skov. Þær voru sumarstarfsmenn í stoðtækjadeild síðasta sumar og eru á sínu lokaári í stoðtækjafræði við Hälsohögskolan og munu að námi loknu koma í fullt starf hjá Stoð.
Á myndinni má sjá þau Þóri, Elínu og Söruh.