Valmynd

Verklag í Stoð vegna COVID- 19

03 Nóv 2020
eftir Rannveig Bjarnadóttir

Starfsemi Stoðar til og með 17. nóvember 2020

Verslanir í Trönuhrauni 8 og Bíldshöfða 9 eru opnar en við virðum fjöldatakmarkanir í verslun og móttöku

Eins og áður fylgjum við sóttvarnarreglum í hvívetna.

Fjöldatakmarkanir í móttöku og verslunarrými er að hámarki 10 manns með tveggja metra fjarlægðarmörk.
Við höfum gert ráðstafanir til að virða þessar takmarkanir og biðjum viðskiptavini að muna eftir handþvotti og grímunotkun.

  • Göngugreiningum og öðrum verkefnum sem þola bið verður frestað, starfsmenn munu hafa samband við viðskiptavini og finna nýjan tíma
  • Við minnum á að vefverslun Stoðar er alltaf opin

Við fylgjumst eins og aðrir vel með þróun mála og breytum áætlunum okkar í takt við það

Bestu kveðjur, starfsfólk Stoðar