Valmynd

Starfsemi í Stoð frá 4.maí 2020

29 Apr 2020
eftir Rannveig Bjarnadóttir

Þann 4. maí færist starfsemi Stoðar að mestu leyti í eðlilegt horf.

Hægt verður að bóka tíma í alla okkar þjónustu á ný
Áfram verður gætt  fyllstu varkárni í samskiptum við viðskiptavini og ráðleggingum Landlæknsembættisins um öflugar sóttvarnir og fjarlægðartakmarkanir fylgt í hvívetna.

 

Við biðjum viðskiptavini að:

  • Stoppa eins stutt og hægt er á biðstofu og í afgreiðslu.
  • Fresta komu ef þið eruð með kvefeinkenni eða grun um sýkingu.
  • Koma eina ef kostur er eða takmarka fylgdaraðila við eina manneskju. 

 

Hvetjum þá sem hafa spurningar að hafa samband í s. 5652885 eða með tölvupósti á stod@stod.is

 

Hlökkum til að sjá ykkur, 

Starfsfólk Stoðar