September hjá Stoðtækjadeildinni

September hefur verið annasamur mánuður hjá Stoðtækjadeild. Mánuðurinn byrjaði á að Þórir og Bríet fóru til Svíþjóðar á framadaga í Hälsohögskolan, sem er háskóli í Jönköping sem kennir stoðtækjafræði og stoðtækjasmíði. Þar vorum við að kynna Stoð og fengm að hitta næstu kynslóð af stoðtækjafræðingum og smiðum.
Þórir hélt áfram til Hollands og hitti þar Supportec og Qwadra. Supportec er samstarfsaðili okkar í gegnum Permobil og sjá um fræsingu á sérmótuðum sætum. Qwadra sameinar 3 risa í heimi þrívíddarvinnslu fyrir stoðtæki.
Bríet fór áfram til Danmerkur og heimsótti þar Bandagist Jan Nielsen A/S, sem er fyrirtæki í Kaupmannahöfn sambærilegt við Stoð.
Þegar heim kom tókum við á móti Gísla Vilhjálmi (Villa), nýjum starfsmanni í stoðtækjadeild. Villi er menntaður sjúkraþjálfari og kemur til okkar af Landspítalanum. Hann mun sinna tilbúnum spelkum og hefur nú þegar hafið störf af krafti. Hægt er að hringja í 5652885 til að fá að bóka tíma hjá honum.
Í lok mánaðarins tókum við síðan á móti mastersnemum í sjúkraþjálfun sem komu til að læra um tilbúnar og sérgerðar spelkur. Þau voru einstaklega áhugasöm og hlökkum við til að vinna náið með þeim þegar þau útskrifast.