Rétt viðbrögð bjarga – LifeVac

Rétt skyndihjálp getur skipt sköpum þegar á reynir. Starfsfólk Stoðar er þessa dagana að uppfæra þekkingu sína á námskeiðum hjá RKÍ. Eitt af því sem er þjálfað eru rétt viðbrögð við að fjarlægja aðskotahlut úr öndunarvegi.
LifeVac er viðurkennt, CE merkt, lækningartæki sem getur bjargað lífum með því að fjárlægja aðskotahlut úr öndunarvegi með einkaleyfisvarinni sogtækni. Tækið er CE merkt lækningartæki og notað af lögreglu og heilbrigðisþjónustu víða um heim og hefur virkni þess verið sannreynd af rannsóknum óháðra aðila. LifeVac hefur verið í sölu hjá Stoð síðustu mánuði og hafa okkur þegar borist fregnir af því að það hafi bjargað mannslífi.
Alltaf skal samt reyna Heimlich takið áður en gripið er til Life Vac. LifeVac hentar einstaklega vel fyrir einstaklinga sem erfitt er að nota Heimlich aðferð á, til dæmis einstaklinga í hjólastólum.