Valmynd

REHACARE - Hjálpartækjaráðstefna í Dusseldorf

08 Okt 2024
eftir María Rosario Blöndal

Fulltrúar Stoðar úr hjálpartækjadeild heimsóttu hjálpartækjaráðstefnuna REHACARE í Dusseldorf dagana 25.-27.september.

Rehacare er haldin árlega og er stærsta hjálpartækjaráðstefna í Evrópu en þar koma saman helstu birgjar og söluaðilar í heimi hjálpartækja, setja upp bása og kynna sig og sína starfssemi.

Þetta var gott tækifæri fyrir hjálpartækjadeild að funda með öllum þeirra helstu birgjum og styrkja samstarfið ennþá frekar, og á sama tíma leita að nýjungum og spennandi vörum sem tækifæri eru fyrir að koma á íslenskan markað.

Gaman að segja frá því að Stoð fékk sérstök verðlaun frá Permobil birgjanum fyrir sérstaka framsækni á árinu, en sala og þjónusta rafmagnsstóla gengur áfram vonum framar og í ár er Stoð sömuleiðis að taka inn í sölu nýja handknúna hjólastóla frá Progeo, dótturfyrirtæki Permobil. Til hamingju Stoð!