PAWS er nýr aflbúnaður fra Rehasense
Hjálpartækjadeild tók á móti Rehasense birgjanum okkar í byrjun nóvember en deildin fékk kennslu í nýjum og spennandi aflbúnaði frá þeim sem ber heitir „PAWS“.
Engar aukafestingar fylgja PAWS mótornum sem er einfaldlega smellt framan á hjólastólinn. PAWS kemur í tveim útgáfum PAWS-manual, sem fest er á handvirkt og PAWS auto sem festur er á með sjálfvirkum klemmum. Hægt að fá báðar útgáfur með Tetra handföngum. Stoð mun bjóða upp á kennslu á þessum nýja búnaði á vormánuðum.