Valmynd

Liðsauki í göngugreiningu.

31 Jan 2025
eftir Eygló Hallgrímsdóttir

Göngugreining hjá Stoð nýtur sífelldra vinsælda.  Nú hefur Birgitta Hallgrímsdóttir bæst í hópinn, en hún mun sinna göngugreiningu og innleggjum hjá Stoð.  Birgitta er með BS gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið margvísleg störf innan heilbrigðisgeirans, meðal annars sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Hrafnistu.

 

Þá hefur Katrín Sara Reyes starfað við göngugreiningu hjá Stoð um nokkurt skeið, hún er einnig íþróttafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu af göngugreiningu. 

 

Stoð býður göngugreiningu bæði fyrir börn og fullorðna, alla daga vikunnar, auðvelt er að panta tíma hér á vefnum Stoð