Valmynd

Kjartan hefur störf hjá Stoð

06 Nóv 2024
eftir Guðlaug Birna Björnsdóttir

Kjartan Gunnsteinsson, stoðtækjafræðingur, hóf störf hjá Stoð í byrjun nóvember. Kjartan hefur langa reynslu úr faginu. Hann starfaði um áratuga skeið hjá Össuri við vöruþróun, rannsóknir og kennslu, sem og við þjónustu við notendur á spelkum og gerviútlimum.Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Kjartan er með BSc gráðu í stoðtækjafræði frá University of Salford í Bretlandi og starfaði m.a. hjá Fremantle Orthtotic Services í Ástralíu á fyrstu starfsárum sínum. Þá hefur Kjartan lokið MPH gráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands.

Auk þess að vera þrautreyndur stoðtækjafræðingur kemur Kjartan úr skósmíðafjölskyldu og býr að góðri innsýn á því sviði. Það er mikill fengur fyrir Stoð að fá Kjartan til stafa og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.

Hægt er að hafa samband við þjónstuver Stoðar í síma 5652885 til að bóka tíma hjá sérfræðingum stoðtækjadeildar.
Þjónustuver Stoðar aðstoðar ykkur við að koma málinu í réttan farveg.