Valmynd

Hlaupaskór eru ekki bara hlaupaskór

10 Mar 2022
eftir Ásthildur Gunnarsdóttir

Þegar gengið er inn í búð sem selur hlaupaskó er oft veggur af litríkum skóm það fyrsta sem við sjáum. Útlit þeirra er þó ekki það fyrsta sem við ættum að hugsa um, þó freistandi sé. Gæta þarf frekar að því að skór henti viðkomandi fæti. Það eru nefnilega ekki allir skór réttir fyrir þig. Það er því mikilvægt þegar velja á hlaupaskó að hafa grunnþekkingu á hverju skal leita eftir.

 

Hvað þarf að skoða áður en máta skal skó

Það fyrsta sem gott er að kanna áður en skór eru mátaðir er hvort að sólinn sé stöðugur, að ekki sé hægt að vinda hann eins og tusku. Annað sem vert er að líta eftir er hvort hælkappinn sé stífur. Það síðasta áður en skór er mátaður er að athuga hvort sólinn brotni við tábergið.

 

Tæknilegi þáttur skónna

Ef fyrsti liður stenst skoðun er gott að fá upplýsingar um hvað það er sem viðkomandi leitar eftir. Hver er tilgangur með notkun skónna? Er ætlunin að hlaupa í þeim (götuhlaup eða utanvegahlaup), ganga, vera í þeim í vinnu eða nota þá í ræktinni. Skór eru mismunandi uppbyggðir, sbr. veltisóli, drop, mjúkur eða fjaðrandi o.s.frv. Þetta eru þættir sem þarf að hafa í huga þegar við erum að fjárfesta í nýjum skóm.

 

Skórnir mátaðir

Þegar komið er að því að máta skóna er mikilvægt að þeir passi fyrir þinn fót.  Með tilliti til þess er mikilvægt að skoða fyrst hvernig stærðin passar fætinum. Gott er að miða við að þeir séu ekki of þröngir yfir tábergið og það sé smá pláss fyrir tærnar.

 

Starfsfólk Stoðar veitir faglega aðstoð við val á skóm og einnig er boðið upp á göngu- og hlaupagreiningu. Í verslun Stoðar á Bíldshöfða 9 er mikið úrval af hlaupaskóm frá On, Hoka og Asics og við kappkostum að finna besta kostinn fyrir hvern og einn.

 

Hér getur þú skoðað úrvalið í netverslun