Valmynd

Hjálpartækjadeild Stoðar á faraldsfæti

27 Maí 2024
eftir María Rosario Blöndal
Hjálpartækjadeild Stoðar heimsótti ítalska fyrirtækið Progeo nú á dögunum en fyrirtækið er í eigu Permobil risans sem við höfum átt í viðskiptum við í þó nokkuð mörg ár. Tilgangur heimsóknarinnar var margþættur; að þjálfa starfsfólkið okkar í viðgerðum og standsetningum á Permobil rafmagnshjólastólum, byggja tenglsanet og sömuleiðis til að öðlast þjálfun og þekkingu á Progeo hjólastólunum. Progeo er nýtt merki hjólastóla sem Stoð hyggst taka inn á árinu en þetta eru spennandi, léttir og glæsilegir stólar sem við vonumst til að geta tekið inn á íslenskan markað fyrir lok árs 2024.