Veritas og dótturfélög eru nú aðilar að Festu- miðstöð um samfélagsábyrgð

Stoð ásamt öðrum dótturfélögum Veritas er nú aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð
Það er reglulega ánægjulega að segja frá aðild okkar að Festu
Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði.
Með aðild að Festu tekur Veritas virkari þátt í mótun samfélagsábyrgðar í allri starfsemi sinni. Aðildin er liður í nýlegri umhverfisstefnu félagsins með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærri þróun, þar á meðal heilbrigði og velferð samfélagsins auk þess að skapa virði fyrir samfélagið í heild.