Valmynd

Exopulse Suit - spennandi meðferðarmöguleiki frá Ottobock

01 Mar 2023
eftir Ásthildur Gunnarsdóttir

Við fengum til okkar góða gesti frá Ottobock í síðastliðinni viku en tilefnið var námskeið vegna Exopulse Suit (áður Mollii Suit). Um er að ræða raförvunarbúning sem getur til dæmis reynst fólki með MS, heilalömun (CP), spasma og lága vöðvaspennu vel, svo fátt eitt sé nefnt.

Exopulse Suit er heilgalli sem notendur klæðast í 60 mínútur annan hvern dag og markmiðið er að minnka spasma og slaka á ofspenntum vöðvum, virkja slaka og óvirka vöðva og þar með draga úr verkjum. Áhrifin af meðferðinni eru persónubundin en markmiðið ávallt að bæta líðan og daglegt líf notenda. Þessi nýjung hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli og því vorum við virkilega spennt að fá til okkar sérfræðinga að utan og geta boðið fagfóki hér heima að hlýða á áhugaverð erindi og fá sýnikennslu á Exopulse Suit frá Ottobock.

Hér má sjá myndband frá Ottobock sem sýnir nánar virkni Exopulse Suit og hugsunina þar á bak við.