ETAC kynnir nýjungar fyrir heilbrigðisstarfsfólki

Fulltrúar ETAC, sem leggja áherslu á nýsköpun og notendavæna hönnun, héldu kynningu hjá Stoð fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk.
ETAC stólar eru nú meðal þeirra allra vinsælustu á markaðinum, sem má rekja til þess að þeir eru mjög notendavænir, auðvelt er að aðlaga þá og stilla, auk þess sem þeir eru endingargóðir og meðfærilegir í flutningum.
Kynningin var sótt af sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og öðru starfsfólki hjúkrunarheimila og stofnana, þar á meðal Grensásdeildar Landspítalans, sem var áhugasamt að hitta fólkið á bak við þessa vinsælu hjálastóla.
Meðal nýjunga frá ETAC er fastrammahjólastóll sem kemur enn betur til móts við þarfir notenda með enn betri stuðningi og nákvæmari stillingum. Þá hefur ETAC lagt áherslu á að aðlaga sig að nútímanum með því að endurnýta efni í hjólastóla og gera þá sem umhverfisvænsta.