Valmynd

Bryndís nýr deildarstjóri sölu- og þjónustudeildar

09 Feb 2021
eftir Rannveig Bjarnadóttir

Bryndís Ragna Hákonardóttir er nýr deildarstjóri sölu- og þjónustudeildar

Hún hóf formlega störf í janúar síðastliðinn
Bryndís er viðskiptafræðingur og næringarþerapisti að mennt og er frábær viðbót við gott teymi nýrrar deildar í Stoð

Sölu- og þjónustudeild Stoðar er til húsa í Bíldshöfða 9 og Trönuhrauni Hafnarfirði.

Göngugreiningar fara að mestu fram á Höfða. Á báðum stöðum er boðið upp á íþróttaskó, CEP compression sokka,  tilbúnar hlifar og spelkur og einföld æfingartæki þó úrvalið af þessum vörum sé heldur meira í verslun Stoðar Bíldshöfða.

Í Hafnarfirði er auk þess gott úrval af ýmsum smávörum sem létta fólkið lífið, bað og salernishjálpartækjum og flutningshjálpartækjum. Þar seljum við einnig MEDI þrýstingssokka í tilbúnum stærðum en einnig er hægt að fá þrýstingsfatnað sérsaumaðan eftir máli

 

Við bjóðum Bryndísi velkomna og hlökkum til samstarfsins :)