Valmynd

Bodypoint heimsótti Stoð í vikunni

24 Maí 2024
eftir María Rosario Blöndal

Hjálpartækjadeild Stoðar tók á móti honum Gustave Moot, Director of European Sales hjá Bodypoint í heimsókn í vikunni. Tilgangur heimsóknarinnar var vöruþjálfun fyrir starfsfólk en Gustave eyddi heilum degi í að þjálfa stoðtækjafræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara o.fl. innan Stoðar í notkun á beltum og fylgihlutum frá Bodypoint.

Bodypoint leggur mikið upp úr góðum gæðum og það var gott að byggja sambandið okkar við svona góðan og traustan birgja. Þetta var mjög áhugaverð heimsókn og margt nýtt sem kom í ljós og við í Stoð ætlum að bjóða honum Gustave að heimsækja okkur aftur næsta haust en þá munum við bjóða upp á stóra kynningu fyrir sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa!  Fylgist með!