Valmynd

Nýjung í Stoð - BIOMECANICS barnaskór fyrir þau yngstu

07 Jún 2021
eftir Rannveig Bjarnadóttir

  

Að velja réttu skóna á börnin fylgir mikil ábyrgð!

Frá hreyfifræðilegu sjónarmiði er mikilvægt að fyrstu skórnir líki sem mest eftir eðlilegri hreyfingu fóta en gefi jafnframt öryggi og stöðugleika.

Skórnir þurfa því að vera sveigjanlegir og sólinn ekki of þykkur en jafnframt að hafa góðan hliðlægan stuðning til að auka stöðugleika án þess að hindra náttúrulega/eðlilega hreyfingu fótarins.

 

 

BIOMECANICS skórnir eru hannaðir í samstarfi við sérfræðinga frá Institut of Biomecanics Valencia,. Meginmarkmið þeirra er að hanna hágæða skó sem eru stöðugir og styðja við náttúrulega þróun fótarins á sama tíma.

Allir saumar eru flatir svo ekki myndist núningur og áhersla er lögð á að enginn þrýstingur sé á hásinar barnsins. Skórnir eru með góða rakastjórn og anda vel.

BIOMECANICS skórnir eru gerðir úr 100% leðri sem er án króms og annarra eiturefna.

 

Barnið finnur fyrir öryggi og stöðugleika í BIOMECANICS skónum frá Garvalin.