Valmynd

30 ára starfsafmæli

22 Jan 2021
eftir Rannveig Bjarnadóttir

Tveir starfsmenn fagna 30 ára starfsafmæli hjá Stoð

Guðmundur R. Magnússon stoðtækjafræðingur, starfsmaður í stoðtækjadeild og Kristina Andersson stoðtækjasmiður starfsmaður hjálpartækjadeildar fagna um þessar mundir 30 ára starfsafmæli hjá Stoð.

Samstarfsfélagar komu saman og heiðruðu þessa góðu og traustu starfsmenn sem hafa fylgt fyrirtækinu í svo langan tíma og  gera enn. Þau eru miklir fagmenn, traust og er þekking þeirra og reynsla dýrmæt fyrirtækinu og viðskipavinum okkar.

Að sögn hefur þeim báðum liðið vel hjá Stoð, hafa komið að vexti og velgengi fyrirtækisins og eru sem betur fer enn full starfsorku.

Það er gaman að segja frá því að hjá fyrirtækinu eru tveir aðrir starfsmenn Stoðar með hærri starfsaldur.  Það eru þeir Sveinn Finnbogason stoðtækjafræðingur sem er einn af stofnendum fyrirtækisins frá 1982 og Ólafur H. Guðmundsson stoðtækjasmiður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1985. Það má því með sanni segja að Stoð búi yfir dýrmætri reynslu og þekkingu sem er einstök á Íslandi.

Við þökkum þeim öllum gott samstarf, ómetanlegt að hafa svona reynslumikla starfsmenn innaborðs

Til hamingju :)