Valmynd

Nýlega skoðað Nýlega skoðað

Vöruflokkar Vöruflokkar

Gagnlegar upplýsingar Gagnlegar upplýsingar

Val á skóm fyrir börn

 

Það skiptir höfuðmáli að kaupa ekki of litla skó.  Fætur barna vaxa mjög hratt fyrstu árin og þess vegna ætti alltaf að gera ráð fyrir allt að 1-1 1/2 cm fyrir framan lengstu tána.  Við ástig þenst fóturinn alltaf eitthvað út (u.þ.b.1/2 cm). Gott húsráð er að velja ekki skó sem er hægt að vinda eins og tusku.

Vöxtur á fótum barna frá 1 til 2 ára er um 2cm á ári, 2 til 3 ára hægist örlítið á vextinum í 1 1/2 cm og frá 3 til 11 ára vex fóturinn um 1 cm.

Með þetta að leiðarljósi þá ættu skór sem þið kaupið á börnin að vera:
   - með a.m.k. 1 cm fyrir framan lengstu tána
   - með sóla sem er millistífur
   - með stífum hælkappa

Gætið ykkur á að hafa börnin ekki:
   -í of þröngum sokkum
   -í þungum skóm
   -í of stuttum barnafötum með áföstum sokk
   -í of litlum skóm