Stöðugleikaþjálfun fyrir ökkla
Í eftirfarandi æfingum þarf að leggja áherslu á stöðugleika og jafnvægi. Byrja skal á æfingum í fyrsta þrepi efst á listanum og fara ekki í næsta þrep fyrr en góðum stöðugleika er náð í æfingum á fyrsta þrepi. Í þessum æfingum er mikilvægt að hreyfingar ökkla séu beygja og rétta. Hliðarhreyfingar eru óæskilegar og vinna gegn því að auka stöðugleika í ökklalið.
Þrep I
1. Staðið er á öðrum fæti á gólfi, jafnvægi haldið
2. Staðið er á öðrum fæti á gólfi, hnébeygjur
3. Staðið er á öðrum fæti á gólfi, farið upp á tær og hæla til skiptis
Þrep II (Framkvæmt á veltibretti eða öðru slíku)
1. Staðið á öðrum fæti, haldið jafnvægi
2. Staðið á öðrum fæti, kreppa/rétta ökkla
3. Staðið á öðrum fæti, hnébeygjur
4. Staðið á öðrum fæti, farið uppí jafnvægi lágri stöðu
5. Staðið á öðrum fæti, hinn fóturinn færður fram og aftur, út og að
Þrep III (Framkvæmt á veltibretti eða öðru slíku)
1. Staðið á öðrum fæti, bolta snúið í kringum sig
2. Staðið á öðrum fæti, bolta snúið í kringum þann fót sem staðið er á
3. Staðið á öðrum fæti, rekja bolta með hægri/vinstri hendi
4. Staðið á öðrum fæti, kasta/grípa bolta með ýmsum afbrigðum t.d. klappa einu sinni o.s.frv.
Þrep IV
1. Staðið á öðrum fæti á gólfi, með lokuð augun
2. Staðið á öðrum fæti á gólfi, með lokuð augun, hnébeygjur
3. Staðið á öðrum fæti á gólfi, með lokuð augun, farið uppá tær og hæla
Þrep V (Framkvæmt á veltibretti eða öðru slíku)
1. Staðið á öðrum fæti, með lokuð augun
2. Staðið á öðrum fæti, með lokuð augun, hnébeygja
3. Staðið á öðrum fæti á gólfi, með lokuð augun, farið uppá tær og hæla