Valmynd

Vöruflokkar Vöruflokkar

Gagnlegar upplýsingar Gagnlegar upplýsingar

Sjúkrasokkar

 

Sjúkrasokkar gefa þér þrýsting á fótleggina til að hindra útvíkkun bláæðanna og til að koma í veg fyrir að þær bólgni.

Blóðið flæðir því betur tilbaka til hjartans og bláæðablóðsöfnun og bólgur minnka í æðunum. Sjúkrasokkar ásamt hreyfingu á kálfavöðvunum vernda þig fyrir frekari þróun bláæðasjúkdómsins.

Sjúkrasokkana þarf að nota daglega

Til að fá rétt meðhöndlunaráhrif af sjúkrasokkum verða þeir að gefa mestan þrýsting um ökklann og minnstan yfir lærin.

Læknir þarf að gefa þér upplýsingar um hve miklum þrýstingi þú þarf á að halda. Þú þarft að fara í sjúkrasokkana um leið og þú ferð á fætur á morgnana og vera í þeim allan daginn til að meðferðin gefi sem bestan árangur.

Medi sjúkrasokkar eru til í fjórum þrýstingsflokkum; frá 20mmHg uppí 60mmHg. Við flest vandamál hentar 20-30 mmHg en samráð skal hafa við lækni ef ástæða þykir að auka þrýstinginn.

Hægt er að ábyrgjast að uppgefinn þrýstingur á Medi sjúkrasokkum endist í sex mánuði svo framarlega að þeir séu meðhöndlaðir rétt.

Gamlir fordómar um óaðlaðandi og óþægilega sjúkrasokka tilheyra fortíðinni. 

Stöðug þróun hjá Medi hefur leitt til þess að nú er varla hægt að sjá mun á þeim og venjulegum sokkum.

  • Medi sjúkrasokkarnir eru til í mörgum litum.
  • Medi sjúkrasokkar eru teygjanlegir í tvær áttir og falla því betur að fótleggjunum.
  • Medi sjúkrasokkar eru framleiddir úr efnum og litum sem húðin þolir vel.

Medi eru brautryðjendur í framleiðslu sjúkrasokka sem lofta vel.  90% rakans frá húðinni smýgur út um sokkana og kemur þannig í vel fyrir svita og kláða.

Til að tryggja þægilegan þrýsting og réttan fyrir einstakling er nauðsynlegt að mæla ummál og lengd fótleggja.

Sokkar sem passa illa eru ekki bara óþægilegir heldur gefa þeir of mikinn eða of lítinn þrýsting. Tilætluð meðferðaráhrif fást þá ekki og það sem meira er þá geta sokkarnir gefið óæskileg áhrif. Í sumum tilfellum vill læknirinn sjálfur taka mál af fótleggjum en algengast er að þjálfað fólk á útsölustöðum Medi geri það.

Hægt er að fá sokkaífærur þ.e. hjálpartæki til að komast í sokkana. Það getur verið nauðsynlegt fyrir einstaklinga með minnkaða færni.