Miklivægi góðrar fótahirðu
Sykursýki og fætur
Sykursýki er alvarlegur sjúkdómur Sykursýki (Diabetes) er efnaskiptasjúkdómur sem kemur fram þegar brisið framleiðir ekki nægjanlegt insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér insúlínið sem brisið framleiðir. Þetta verður til þess að sykur safnast fyrir í blóðinu og veldur skemmdum á líffærum svo sem æðum og taugum. Nú á dögum er alment talað um tvær megingerðir sykursýki, tegund 1 og tegund 2. Insúlín er efni sem framleitt er í brisinu og hjálpar til við að brenna mat sem við borðum og breyta í orku.
Áætlað er að 25% af þeim einstaklingum sem fá sykursýki fái fótavandamál tengd sjúkdómnum. Þeir geta fundið fyrir skertri tilfinningu í fótum. Þess vegna er mikilvægt fyrir sykursjúkan einstakling að huga vel að fótunum. Flest af þeim vandamálum er þó hægt að fyrirbyggja með réttri fóthirðu. Samtök sykursjúkra í Bandaríkjunum (ADA) hafa greint frá því að um 15% þeirra sem eru með sykursýki fái fótsár, og oft kemst sýking í sárin sem getur leitt til þess að taka þarf fótinn af. Hér á eftir koma fram nokkur ráð til að fyrirbyggja vandamál sem gætu komið upp.
Hvað veldur fótvandamálunum?
Ófullnægjandi eftirlit með sykursýki getur leitt til skertrar starfsemi í æðum og taugum. Að fylgjast með blóðsykrinum í blóðinu er því mikilvægt. Ef vandamál koma upp tengd fótum, þá ber þér að leita til læknis hið fyrsta. Einkenni slíkra vandamála eru smá sár sem gróa seint og illa og sýkingar, Skert hæfni blóð- og taugakerfisins, sem lýsir sér í skertri tilfinningu við þrýsting og erfiðleikum við að finna mun á heitu og köldu, kemur oftast fljótt fram og án þinnar vitundar. Samtímis getur orðið rýrnun á vöðvum í fótum, göngulag versnar og líkamsburður verður óeðlilegur. Stór hluti sykursjúkra hefur vandamál sem tengjast sársauka, sviða og minnkaðri tilfinningu. Aðrir finna fyrir beinverkjum sem minnka við hvíld. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er auðveldara að fyrirbyggja en að meðhöndla. Hafir þú fundið fyrir eitthverjum af fyrr nefndum atriðum þá ráðleggjum við þér að tala við þinn lækni. Ef þú átt í erfiðleikum með að finna skó þá getum við í Stoð hjálpað þér. Stoð hefur 25 ára reynslu í þjónustu við sykursjúka. Læknirinn þinn getur skrifað beiðni fyrir sérsmíðuðum innleggjum fyrir sykursjúka eða sérhönnuðum skóm fyrir sykursjúka. Að ganga í skóm sem passa og valda hvergi núningi er einhver mikilvægasta forvörn gegn fótasárum sem hægt er að fá. Þar að auki skapa réttir skór vellíðan og bæta líkamsstöðu og geta stórlega dregið úr stoðkerfisvandamálum, svo sem bakverkjum eða verkjum í hnjám og mjöðmum.
Hringdu og pantaðu tíma í síma 565-2885