Valmynd

Vöruflokkar Vöruflokkar

Gagnlegar upplýsingar Gagnlegar upplýsingar

Aðlögun og notkun á innleggjum

Í fyrstu skiptin sem nýju innleggin eru notuð, er æskilegt að nota þau einungis í stuttan tíma í senn(1/2-1 klst).  Auka skal notkunina smátt og smátt þangað til að hún verður samfelld. 

Til að minnka líkur á óþægindum er ráðlagt að fjarlægja það innlegg sem fyrir er í skónum til að hafa grunnflötinn eins sléttan og mögulegt er.  Ef innleggin eru of löng þá er í lagi að klippa af þeim. Við hjá Stoð hf. aðstoðum við að koma innleggjunum fyrir sé þess óskað. 

Ef innleggin blotna á að taka þau uppúr skónum og láta þau þorna við stofuhita en ekki setja þau á ofn.  Þetta á sérstaklega við þau innlegg sem hafa verið límd saman með einhverjum hætti. Til að þrífa innleggin skal nota rakan klút og strjúka af þeim.  Ekki nota vatn og sápu því það getur skemmt innleggin. 

Endingartími innleggja fer eftir því hve mikil notkunin er.  Eitt ár er algengur endingartími.  Ef innleggin hafa reynst vel en gera það ekki lengur er komin tími á endurnýjun.

 

Tímabókanir í göngugreiningu fara fram á Noona.