Valmynd

Fréttir

22 Jún 2015
eftir Stoð .

 

 

 

Stoð sinnir nú viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum

15 Maí 2017
eftir Stoð .

Viðgerðarþjónusta á hjálpartækjum

Stoð hefur gert samning við SÍ um viðgerðarþjónustu á öllum hjálpartækjum sem SÍ kaupir af fyrirtækinu. 

Samningurinn tekur gildi í dag 15.maí 2017.

Þetta er aukin þjónusta við notendur hjálpartækja og á kortinu má sjá hvaða fyrirtæki sinna viðgerðarþjónustu og hvar þau er að finna

Hægt er að panta tíma í síma 565-2885  á milli klukkan 8-17

 

Góðir gestir frá Etac í heimsókn

31 Mar 2017
eftir Stoð .

Hjólastólar og gönguhjálpartæki

Kynning, fyrirlestur og vinnustofa

Jan og Maria starfsmenn hjá Etac í Svíþjóð komu í stutta heimsókn til okkar í vikunni.

Stoð bauð upp á kynningu og vinnustofur í tengslum við heimsóknina þar sem þau Maria og Jan kynntu nýjungar hjólastólunum og sessum frá Etac.

Einnig kynntum við nýjar vörur sem Stoð er með í samningi um hjólastóla og gönguhjálpartæki.
Þetta voru fræðandi og skemmtilegir dagar og áhugsamir iðju- og sjúkraþjálfarar sem mættu til leiks.

Á vefsíðu Stoðar er að finna gagnlegar upplýsingar um Etac Cross og Etac Prio

Takk fyrir okkur!

 

Stoð opnar klukkan 9:30 fimmtudaginn 23.mars

21 Mar 2017
eftir Stoð .

Stoð opnar seinna fimmtudaginn 23.mars 2017

Við viljum vekja athygli á því að Stoð opnar kl 9:30 þann dag

Allt starfsfólk Stoðar er á námskeiði fimmtudagsmorgun  23. mars nk.
Afgreiðsla og símaþjónusta opnar því kl. 9:30 þann dag

Með kveðju, starfsfólk Stoðar

 

Stoð gefur hjálpartæki til námsbrautar í sjúkraþjálfun

20 Mar 2017
eftir Stoð .

Hjálpartæki gefin til Háskóla Íslands

Tækin verða notuðu í kennslu í námsbraut í sjúkraþjálfun

Starfsmenn námsbrautar í sjúkraþjálfun, þau Þjóðbjörg, Sólveig og Anestis komu í heimsókn fyrir helgi. 
Þeir veittu viðtöku hjálpartækjum sem verða notuð við kennslu í námbsbrautinni.
Stoð gaf námsbrautinni hækjur, staf, göngugrind og hjólastól

Vonandi gagnast tækin vel framtíðar sjúkraþjálfurum í námi sínu.

 

Stoð verður með kynningu í Ljósinu 22. mars kl.10:30

16 Mar 2017
eftir Stoð .

Kynning á vörum frá Stoð

Verður í Ljósinu þann 22.mars nk. klukkan 10:30

Vilborg og Bára starfsmenn Stoðar verða með kynningu á gervibrjóstum, bæði álímdum og fyrir vasa.
Einnig verða þær með sýnishorn af sundbolum, brjósthahöldurum og bolum

Boðið verður upp á kaffi og konfekt!

Hlökkum til að sjá ykkur